• þri. 02. júl. 2019
  • Mótamál

ÍTF auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Íslenskur Toppfótbolti, (ÍTF), auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf. ÍTF samanstendur af félögum sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu.
Framkvæmdastjóri hefur m.a. umsjón með daglegum rekstri ÍTF, sinnir markaðsstarfi, áætlana – og samningagerð vegna sjónvarps- og markaðsréttinda og er í samskiptum við hagsmunaaðila, s.s. aðildarfélög, KSÍ, fjölmiðla og aðra samstarfsaðila.
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Samskiptahæfileikar og reynsla af rekstri
- Góð enskukunnátta
- Þekking og reynsla í íþróttaumhverfinu
- Þekking og reynsla af samningagerð
- Þekking á regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar
- Ódrepandi áhugi á fótbolta
- Hreint sakarvottorð

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir skili inn umsókn með ferilskrá á netfangið itf@toppfotbolti.is  í síðasta lagi 20.júlí n.k.