Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag
Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í hádeginu í dag, mánudag, í höfuðstöðvum KSÍ. 8-liða úrslit karla voru leikin á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku og 8-liða úrslit kvenna á föstudag og laugardag.
Aðeins 6 félög hafa hampað sigri í bikarkeppni kvenna frá því hún fór fyrst fram árið 1981. Eitt þeirra (KR) er enn í keppninni í ár. Selfoss og Þór/KA hafa leikið til úrslita, en ekki unnið.
Öll fjögur liðin hafa unnið bikarinn, en KR hefur unnið bikarmeistaratitil karla oftar en nokkur annað félag. Breiðablik, FH og KR hafa komið við sögu í úrslitaleiknum á síðustu 10 árum, en eini bikarmeistaratitill Víkings kom árið 1971 og Víkingar hafa ekki leikið til úrslita í keppninni síðan þá.
Um dráttinn:
- Í undanúrslitum leika þau lið sem komust í gegnum 8-liða úrslit.
- Dregið verður þannig að fyrst verða dregin bæði heimaliðin. Fulltrúar þeirra liða sem dregin eru sem heimalið koma síðan og draga sér mótherja samtímis.
- Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari, aðstoðar mótastjóra KSÍ við dráttinn.
Undanúrslit kvenna verða leikin dagana 19. og 20. júlí og úrslitaleikurinn sjálfur síðan laugardaginn 17. ágúst.
Leikdagar í undanúrslitum karla eru 14. og 15. ágúst og úrslitaleikurinn fer síðan fram laugardaginn 14. september.
Í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna eru eftirfarandi lið (öll úr Pepsi Max deild):
- KR
- Fylkir
- Selfoss
- Þór/KA
Í undanúrslitum Mjólkurbikars karla eru eftirfarandi lið (einnig öll úr Pepsi Max deildinni):
- Breiðablik
- FH
- KR
- Víkingur R.