Mjólkurbikar kvenna - Tveir leikir á föstudag og tveir á laugardag
8-liða úrslitin í Mjólkurbikar kvenna fara fram um helgina - nánar tiltekið eru tveir leikir á föstudagskvöld og svo teveir leikir á laugardag. Á föstudagskvöld mætast annars vegar kl. 18:00 KR og Tindastóll á heimavelli KR, Meistaravöllum, og hins vegar kl. 19:15 ÍA og Fylkir á Norðurálsvellinum á Akranesi. Laugardagsleikirnir hefjast báðir kl. 14:00. Þar er um að ræða viðureign Selfoss og HK/Víkings á Jáverk-vellinum á Selfossi, og síðan leik Þórs/KA og Vals á Þórsvelli á Akureyri.
Smellið hér til að skoða leikina og Mjólkurbikar kvenna nánar
Dregið verður í undanúrslitin í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag kl. 12:00.