• fös. 21. jún. 2019
  • Mótamál

Breiðablik í 1. riðli í undankeppni Meistaradeildar kvenna

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni Meistaradeildar kvenna og verða Íslandsmeistarar Breiðabliks í 1. riðli ásamt SFK 2000 Sarajevo frá Bosníu-Hersegóvínu, ASA Tel-Aviv University SC frá Ísrael og ZFK Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu.  Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss í dag, föstudag.  

Alls leika 40 lið í 10 riðlum í undankeppninni og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í 32-liða úrslit og þar koma til leiks þau 22 lið sem sátu hjá og þurftu ekki að taka þátt í undankeppninni.  Tvö af liðunum sem leika í undankeppninni hafa komist í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna, en það eru LSK sem lék í 8-liða úrslitum á síðasta keppnistímabili og svo Breiðablik, sem náði í 8-liða úrslitin tímabilið 2006/07.  Undankeppnin er leikin í hraðmótsformi dagana 7., 10. og 13. ágúst og fer 1. riðill fram í Bosníu-Hersegóvínu.

Allt um dráttinn á vef UEFA

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net