Mótsmiðasala á leiki A kvenna í undankeppni EM 2021
Leiðin til Englands 2021 – Upplifðu hvert augnablik með stelpunum okkar á Laugardalsvelli
Mótsmiðasala á alla heimaleiki A landsliðs kvenna í undankeppni EM 2021 hefst 19. júní kl. 12:00 á Tix.is. Um er að ræða fjóra leiki á Laugardalsvelli, gegn Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðamótin ágúst/september 2019 og gegn Lettlandi og Svíþjóð í júní 2020.
Smellið hér til að skoða leikina
A landslið kvenna hefur komist í síðustu þrjár lokakeppnir EM. Ísinn var brotinn í Finnlandi 2009, næsta skref var tekið í Svíþjóð 2013 og þrennunni náð í Hollandi 2017. Nú er komið að næsta áfanga á þessari vegferð kvennalandsliðsins, og þú getur komið með. Ferðalagið til Englands 2021 hefst í haust.
Mótsmiðahafar fá kort með nafninu sínu og upplýsingum um sæti. Kortið verður strikamerkt og gildir sem aðgöngumiði á alla leikina. Ársmiðarnir verða afhentir (eða sendir í pósti) í gjafaöskju með óvæntum glaðningi. Tilvalin sumargjöf fyrir allt knattspyrnuáhugafólk!
Auk þess að tryggja ársmiðahafa sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni EM 2021 fá korthafar aðgang að opinni æfingu liðsins. Errea veitir ársmiðahöfum 15% afslátt af landsliðsvörum. Þá geta heppnir ársmiðkaupendur átt von á að vinna baksviðspassa Vodafone á heimaleikjum.
Hægt er að kaupa 4 ársmiða í hverri pöntun og í boði eru sæti í Vesturstúku. Mótsmiðaverð miðast við að einn leikur af 4 heimaleikjum sé „ókeypis“.
Fullt miðaverð (4 heimaleikir):
Fullorðnir kr. 2.500 = kr. 10.000 á 4 heimaleiki
Börn kr. 500 = kr. 2.000 á 4 heimaleiki
Mótsmiðaverð (4 heimaleikir):
Fullorðnir kr. 7.500
Börn kr. 1.500
Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði í mótsmiðasölu.
Í kaupferlinu er gert ráð fyrir að valin séu sæti sem mótsmiðahafi fær á öllum leikjum undankeppninnar. Þurfa kaupendur að skrá nöfn allra mótsmiðahafa og nöfnin munu koma fram á korti hvers og eins.
Eingöngu er um að ræða mótsmiðasölu að þessu sinni. Sala á staka leiki verður auglýst síðar.