11 þjálfarar útskrifaðir með KSÍ A þjálfararéttindi
Í hálfleik á leik Íslands og Albaníu sem fram fór 8. júní, útskrifaði KSÍ 11 þjálfara með KSÍ A þjálfararéttindi. Námskeiðið hófst síðari hluta september 2018, en meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þær fylgdust með hver annarri að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ.
Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust;
- Andri Vilbergsson
- Arnar Gunnlaugsson
- Arnar Páll Garðarsson
- Einar Karl Ágústsson
- Halldór Geir Heiðarsson
- Hans Sævar Sævarsson
- Heiðar Geir Júlíusson
- Heimir Eir Lárusson
- Sigurður Brynjólfsson
- Viktor Bjarki Arnarsson
- Þórhallur Víkingsson