Lennart Johansson látinn
Lennart Johansson, fyrrum forseti UEFA, er látinn 89 ára að aldri en hann var forseti sambandsins frá 1990 til 2007.
Hann fæddist þann 5. nóvember 1929 í Bromma, úthverfi Stokkhólms. Áður en hann var kjörinn forseti UEFA var hann forseti sænska knattspyrnusambandsins frá 1984-1991.
Meðan hann var forseti UEFA var Meistaradeild Evrópu hleypt af stokkunum og liðum í úrslitakeppni EM karla fjölgaði úr átta í 16.
Í janúar 2007 var Lennart útnefndur sem heiðursforseti UEFA.
Mínútu þögn verður fyrir leik Íslands og Albaníu.
KSÍ vottar aðstandendum hans samúð sína.