Fyrsta afhending Háttvísiverðlauna Landsbankans og KSÍ
Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ eru ný verðlaun sem standa mótshöldurum knattspyrnumóta yngri flokka til boða í sumar.
Með verðlaununum viljum við verðlauna háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur.
Hér að neðan má finna frekari upplýsingar um verkefnið:
Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ
Fyrsta afhending verðlaunanna fór fram á dögunum á Þ.S. móti Hattar, minningarmóts Óðinn Skúli Árnason. Mótið var haldið á Egilsstöðum laugardaginn 25. maí.
Verðlaunahafar mótsins voru:
Völsungur í 6. flokki kvenna.
Sindri í 7. flokki karla.
UMFL (Langanes) í 6. flokki karla.
Fjarðabyggð í 7. flokki kvenna.