FIFA greiðir félögum leikmanna á HM 2019 kvenna í fyrsta sinn
Opnunarleikur HM kvenna 2019 fer fram á föstudaginn þegar gestgjafar Frakka mæta Suður-Kóreu. FIFA hefur nú tilkynnt að í fyrsta sinn fái félög leikmanna á mótinu greiðslur fyrir þáttöku þeirra í úrslitakeppni HM.
Þetta er mikið framfaraskref og er liður í hugmyndum FIFA til að bæta kvennaknattspyrnu á heimsvísu. Um er að ræða tæpar 8.5 milljónir Bandaríkjadala sem mun skiptast á félög leikmanna.
Um er að ræða bæði þau félög sem leikmenn eru skráðir í á meðan mótið fer fram og þau sem þeir voru hjá á milli 12 og 22 ára aldurs.