• þri. 04. jún. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

1.046 áhorfendur að meðaltali eftir 7 umferðir

Þegar 7 umferðir hafa verið leiknar af Pepsi Max deild karla hafa alls 43.946 áhorfendur mætt á leikina 42, eða 1.046 að meðaltali. 

Í fimm umferðum af sjö hefur meðalaðsókn verið yfir eitt þúsund manns.  Fjölmennasta umferðin hingað til var 2. umferð, en heildaraðsókn á leiki þeirrar umferðar var tæplega 7.500 manns.

Fjöldi áhorfenda Meðaltal
1. umferð 6.780 1.130
2. umferð 7.474 1.246
3. umferð 5.045 841
4. umferð 5.263 877
5. umferð 6.694 1.116
6. umferð 6.622 1.104
7. umferð 6.068 1.011

 

Flestir áhorfendur hafa sótt leiki Breiðabliks að meðaltali, eða 1.580, en fæstir heimaleiki ÍBV.

Alls heima Meðaltal
Breiðablik 4.739     1.580
FH 4.349     1.450
Fylkir 4.492     1.497
Grindavík 3.176     635
HK 3.081     770
ÍA 4.162     1.387
ÍBV 1.325     331
KA 2.746     915
KR 4.654     1.164
Stjarnan 4.507     1.127
Valur 4.082     1.361
Víkingur 2.633     878

 

Mynd með frétt:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net