Starfsmaður í grasrótarverkefni KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í tímabundið grasrótarverkefni í sumar. Verkefnið felst í því að heimsækja minni sveitarfélög um allt land og setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.
Leitað er eftir einstaklingi með KSÍ B, KSÍ A, UEFA B, UEFA A, UEFA Pro eða KSÍ Afreksþjálfun unglinga þjálfaragráðu.
Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, skipulagður og vanur að vinna með börnum og ungmennum.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og hafa svigrúm til að geta unnið að verkefninu út ágústmánuð. Vegna tímaramma verkefnisins er ekki hægt að ráða starfandi þjálfara hjá félagi.
Upplýsingar veitir Dagur S. Dagbjartsson grasrótarstjóri KSÍ í síma 510-2900 eða á dagur@ksi.is
Umsóknum skal skilað með tölvupósti til dagur@ksi.is eigi síðar en 6. júní n.k.