Er þessi bolti örugglega inni?
"Er þessi bolti ekki örugglega inni?" var fyrirsögn greinar sem birtist á Vísi.is fyrir nokkrum árum. Þar var fjallað um atvik sem átti sér stað í leik Vals og KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þáverandi. Í greininni kemur fram að mörgum hafi sýnst boltinn vera inni og í greininni kemur einnig fram að "Í svona atvikum getur verið erfitt að sjá hvort boltinn sé kominn allur inn en hann þarf eins og flestir vita að fara alveg yfir línuna til þess að mark sé dæmt. Boltinn getur litið út fyrir að vera inni frá mörgum sjónarhornum þrátt fyrir að hann sé í raun og veru ekki allur kominn yfir línuna." Og boltinn þarf jú allur að vera kominn yfir línuna til að mark sé skorað.
Í grein Vísis er sett upp skemmtileg myndasyrpa af ólíkum sjónarhornum og afstöðu í sjónlínu að boltanum. Er boltinn inni? Skoðið greinina og myndirnar. Sjón er sögu ríkari.
Í framhaldi er rétt að geta þess að hið sama á auðvitað við þegar rætt er hvort tiltekinn leikmaður sé rangstæður eða réttstæður. Ólík sjónarhorn og afstaða í sjónlínu veita ólíka sýn á hina ímynduðu línu sem er dregin þvert yfir völlinn til að ákvarða hvor sé nær markinu - varnarmaðurinn eða sóknarmaðurinn.
Mynd með frétt: Vísir/Pjetur