Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Höfuðborgarsvæðina á þriðjudag og miðvikudag
Á þriðjudag og miðvikudag í þessari dásamlegu viku voru Lúðvík Gunnarsson og Elías Örn Einarsson með æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir lið á Höfuðborgarsvæðinu.
Æfingarnar fóru fram á gervigrasinu í Fagralundi, strákarnir á þriðjudag og stelpurnar á miðvikudag. Að þessu sinni tóku 54 strákar og 40 stelpur þátt í æfingunum sem gengu ljómandi vel fyrir sig. Óhætt að segja að veðurguðirnir hafi verið með okkur í liði þessa daga því sólin skein sínu skærasta, blankalogn og hátt í 15° hiti. Það gerist varla betra.
Hlynur Eiríksson, þjálfari hjá FH, og Gísli Þór Einarsson, markmannsþjálfari hjá KSÍ og KR, voru þjálfurum í Hæfileikamótun til aðstoðar að þessu sinni og er þeim kærlega þakkað fyrir þeirra framlag. Þá ber að þakka vinum okkar í Kópavogi fyrir afnot af gervigrasvellinum í Fagralundi.