• fim. 23. maí 2019
  • Fræðsla

Samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“

Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“.  Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun.  Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. 

Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins.