4.035 áhorfendur alls hafa mætt á leikina í Pepsi Max deild kvenna
Fjórum umferðum er nú lokið í Pepsi Max deild kvenna. Breiðablik og Valur eru hnífjöfn á toppnum með fullt hús stiga, sama markamismun og jafn mörg mörk skoruð og fengin á sig. Keflavík er í neðsta sæti, eina liðið sem er án stiga eftir fjórar umferðir. Á leikina 20 í þessum fyrstu fjórum umferðum hafa mætt samtals 4.035 áhorfendur, eða 202 á leik að meðaltali. Sex félög hafa meðalaðsókn yfir 200 og aðeins eitt félag, ÍBV er undir hundraði. Þess ber að geta að Breiðablik hefur enn ekki leikið heimaleik, en fyrsti heimaleikur Blika verður einmitt í 5. umferðinni gegn KR. Leikir 5. umferðar fara fram dagana 26. og 27. maí.
Smellið hér til að skoða stöðu og leiki í Pepsi Max deild kvenna
Mynd: Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð