• þri. 21. maí 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

31.256 áhorfendur á fyrstu fimm umferðunum

Fyrstu fimm umferðirnar í Pepsi Max deild karla hafa verið viðburðaríkar.  Óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós, mörg mörk hafa verið skoruð og leikirnir spennandi. Alls hafa 31.256 áhorfendur sótt leikina 30, eða 1.042 að meðaltali.  Best sótta umferðin hingað til er 2. umferð, en í öllum umferðunum hefur heildarfjöldi áhorfenda verið yfir 5 þúsund.  Níu af félögunum 12 í deildinni hafa meðalaðsóknina eitt þúsund eða meira á sína heimaleiki eftir þessar 5 umferðir.

Aðsókn eftir umferðum

Umferð Aðsókn Meðaltal 
 1  6.780   1.130 
 2  7.474   1.246 
 3  5.045   841 
 4  5.263   877 
 5  6.694   1.116 
 Alls  31.256  1.042 

Aðsókn eftir liðum

Lið Meðaltal 
 Breiðablik   1.605 
 Fylkir   1.480 
 FH   1.450 
 Valur   1.277 
 ÍA   1.218 
 KR   1.086 
 HK   1.006 
 Stjarnan  1.000 
 KA  1.000 
 Víkingur  977 
 Grindavík  680
 ÍBV  269 
 Meðaltal  1.042

 

Mynd:  Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð