• mán. 13. maí 2019
  • Fræðsla

Námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda

Myndir - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ býður upp á námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda. Námskeiðið verður á Akureyri, þriðjudaginn 28. maí, stendur yfir frá 16:00-19:30 og fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs.

Allt stjórnarfólk er velkomið, en námskeiðið er sérstaklega sniðið að fólki sem eru nýliðar í stjórnarstörfum, eða hafa setið skamman tíma stjórn.

Dagskrána má sjá hér að neðan.  Starfsmenn KSÍ munu fara yfir helstu hlutverk sviða/deilda innan KSÍ frá 16:00-18:00, en frá 18:00-19:30 farið yfir helstu verkefni knattspyrnustjórna.

Frítt er á viðburðinn og skráning hér:

https://forms.gle/XmcsRbSXoU9BJW88A

 

Dagsetning: 28. maí 2019
Staðsetning: Hamar, Félagsheimili Þórs á Akureyri


16:00-17:30 Hringekja – starfsmenn KSÍ kynna hlutverk deilda
o Móta- og dómaramál
o Fræðslu- og landsliðsmál
o Markaðs- og fjölmiðlamál og leyfiskerfi KSÍ
o Fjármál og félagaskipti

17.30-18:00 létt máltíð

18:00-19:30 Kynning á helstu verkefnum knattspyrnustjórna
o Skyldur stjórnarfólks – hlutverk og algeng verkefni
o Skipurit og stefnur félaga
o Uppsetning og framkvæmd funda
o Fjárhagsáætlanir
o Skattamál
o Aðgerðaáætlanir
o Helstu reglugerðir KSÍ
o Fastanefndir KSÍ
o Önnur mál