• fim. 09. maí 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna
  • U17 karla
  • A kvenna
  • U19 kvenna
  • U17 kvenna

Tveggja stafa markaskorun ekki einsdæmi

Fimmtán marka sigur U16 kvenna á Norður-Makedóníu í vikunni vakti vitaskuld athygli, enda svona tölur ekki algengar þó þær séu ekki einsdæmi. Ef litið er yfir sögu landsliða Íslands, þá hafa þau nokkrum sinnum náð tveggja stafa tölu í markaskorun í stökum leikjum. Eitt lið hafði reyndar áður náð því að vinna leik 15-0, en það var U17 landslið karla árið 1985.

Það hefur gerst tvisvar að íslensk landslið hafi fengið tíu mörk eða fleiri á sig í einum leik. Bæði töpin áttu sér stað árið 1967 – í öðru tilfellinu var um að ræða 10-0 tapleik gegn Svíum í Norðurlandamóti U17 karla, en í hinu tilfellinu 14-2 tapið fræga gegn Dönum á Parken.

Leikir þar sem Ísland hefur skorað tíu mörk eða fleiri

U16 kvenna 2019 (UEFA mót)
15-0 sigur á Norður-Makedóníu
Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði fernu og Snædís María Jörundsdóttir skoraði þrennu.

U17 kvenna 2010 (Undankeppni EM)
14-0 sigur á Litháen
Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu þrennur.
10-0 sigur á Búlgaríu
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu.

U17 kvenna 2015 (UEFA-mót)
10-0 sigur á Færeyjum
8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum.

U19 landslið kvenna 1999 (Undankeppni EM)
11-0 sigur á Eistlandi
Rakel Logadóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu þrennur

U19 landslið kvenna 2017 (Undankeppni EM)
10-0 sigur á Kasakstan
Agla maría Albertsdóttir skoraði fernu og Anna Rakel Pétursdóttir skoraði þrennu.

A kvenna 2003 (Undankeppni EM 2005)
10-0 sigur á Póllandi
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu

A kvenna 2009 (Undankeppni HM 2011)
12-0 sigur á Eistlandi 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu þrennur

A kvenna 2012 (Undankeppni EM 2013)
10-0 sigur á Búlgaríu
Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu tvennur

U17 karla 1985 (tveir vináttuleikir í júlí)
15-0 sigur á Færeyjum
Rúnar Kristinsson skoraði fjögur mörk
13-0 sigur á Færeyjum
Árni Þór Árnason skoraði fjögur mörk

U17 landslið karla 1992 (Norðurlandamót)
11-0 sigur á Færeyjum
Þórhallur Hinriksson og Nökkvi Gunnarsson skoruðu þrennur