Breytingar á leikjum vegna framkvæmda á Kópavogsvelli
Tilkynnt hefur verið um breytingar á einum leik í Pepsi Max deild karla og tveimur í Pepsi Max deild kvenna vegna framkvæmda á Kópavogsvelli. Leikur Breiðabliks og Víkings í karladeildinni hefur verið færður fram um einn dag og á annan völl. Þá hefur leikjum Breiðabliks og Keflavíkur í kvennadeildinni verið víxlað.
Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli hefur eftirfarandi leikjum verið breytt:
Pepsi Max deild karla
Breiðablik – Víkingur R
Var: Laugardaginn 11. maí kl. 14.00 á Kópavogsvelli
Verður: Föstudaginn 10. maí kl. 20.00 á Würth vellinum
Jafnframt er neðangreindum heimaleikjum í Pepsi Max deild kvenna víxlað:
Pepsi Max deild kvenna
Breiðablik – Keflavík
Var: Mánudaginn 13. maí kl. 19.15 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 13. maí kl. 19.15 á Nettóvellinum
(Leikurinn heitir því Keflavík – Breiðablik)
Pepsi Max deild kvenna
Keflavík - Breiðablik
Var: Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 á Nettóvellinum
Verður: Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 á Kópavogsvelli
(Leikurinn heitir því Breiðablik - Keflavík)