Svanfríður sæmd heiðurskrossi ÍSÍ
Á 74. íþróttaþingi ÍSÍ, sem haldið var um liðna helgi, voru fjórir einstaklingar sæmdir heiðurskrossi ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu sambandsins. Þeirra á meðal var Svanfríður Guðjónsdóttir, sem var fyrsta konan sem var kosin i stjórn KSÍ. Svanfríður átti sæti í varastjórn KSÍ 1985 og 1986 og var formaður kvennanefndar.
Af vef ÍSÍ:
Svanfríður Guðjónsdóttir hefur unnið ötullega að uppbyggingu knattspyrnu kvenna á Íslandi. Hún var fyrsta konan sem kjörin var í stjórn Knattspyrnusambands Íslands en hún hafði starfað í kvennanefnd KSÍ áður en hún var kosin í stjórn. Svanfríður vann mikið með landsliði kvenna í knattspyrnu um árabil, útvegaði æfingaleiki og var því til halds og trausts á ýmsan hátt. Einnig starfaði hún mikið í kringum kvennaknattspyrnuna í Breiðabliki á fyrstu árum hennar en dóttir hennar spilaði á þeim árum með Breiðabliki og einnig með landsliðinu. Svanfríður var meðlimur í Umbótanefnd ÍSÍ fyrir konur í íþróttum um árabil og vann þar frábært starf að hagsmunamálum kvenna í íþróttahreyfingunni.
Fyrsta kvennalandslið í knattspyrnu sem lék landsleik við Skotland í Skotlandi 29. sept 1981. Skotland - Ísland 3-2 (1-0), VL - Kilmarnock 20. september 1981.
Svanfríður er þriðja frá hægri í efri röð.