• fös. 03. maí 2019
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurnesjum á dögunum

Fimmtudaginn 2.maí voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir lið á Suðurnesjum.

Æfingarnar fóru fram í Sandgerði og var þetta í fyrsta skiptið á þessu ári sem æfingar í Hæfileikamótun fara fram á grasi, því ber að fagna.

Að þessu sinni tóku 16 strákar og 14 stelpur þátt í æfingunum sem gengu vel. Enn og aftur vorum við heppin með veður því það var stafalogn í Sandgerði á meðan æfingarnar fóru fram. Það rigndi töluvert á drengina en þeir létu það ekki á sig fá og stóðu sig vel. Stelpunar sluppu alveg við rigninguna en fengu í staðinn blautan og góðan völl og léku við hvurn sinn fingur.

Sandgerðingum er þakkað kærlega fyrir afnot af vellinum og góðar móttökur í vallarhúsi Reynismanna og kvenna.

Næstu æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fara fram á Selfossi þann 15.maí næstkomandi.