6.780 áhorfendur og 19 mörk í 1. umferð Pepsi Max deildar karla
Um helgina hefst önnur umferð Pepsi Max deildar karla. Kópavogsliðin HK og Breiðablik mætast í Kórnum á laugardag, á sunnudag fara fram fjórir leikir og umferðinni lýkur svo á mánudag með viðureign Víkings og FH á Eimskipsvellinum í Laugardal. Aðsókn að leikjum í 1. umferð var víðast hvar góð. Mætingin á leikina (6.780 alls, 1.130 að meðaltali), stemmningin á völlunum og markaskorunin (19 mörk í 6 leikjum, 3,2 mörk að meðaltali)) gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.
Aðsóknartölur í 1. umferð:
- Valur - Víkingur: 1.386
- Grindavík - Breiðablik: 832
- ÍBV - Fylkir: 223
- FH - HK: 1.638
- ÍA - KA: 1.180 (leiðrétt frá áður útgefinni tölu)
- Stjarnan - KR: 1.521
Mynd: Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð