Dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla á föstudag
Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ kl. 15:00 á föstudag. 32-liða úrslitin fóru fram í vikunni með markaregni og tilheyrandi stemmningu. Tvö Pepsi Max deildarlið féllu úr keppni í 32-liða úrslitum - Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan, sem lagði Breiðablik í eftirminnilegum úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra. Valsmenn biðu lægri hlut gegn FH á Origo-vallinum að Hlíðarenda, og Eyjamenn lögðu höfðu betur gegn Stjörnunni eftir framlengdan leik á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Það verða því 10 Pepsi Max deildarlið í pottinum þegar dregið verður á föstudag, ásamt fjórum liðum úr Inkasso-deild og tveimur úr 2. deild. 16-liða úrslitin verða leikin 29. og 30. maí.
Um helgina hefst síðan Mjólkurbikar kvenna þegar 1. umferðin verður leikin - alls 6 leikir. Önnur umferð fer síðan fram dagana 14. og 15. maí og 16-liða úrslit 31. maí og 1. júní.