• þri. 30. apr. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Pepsi Max deild kvenna af stað á fimmtudag

Pepsi Max deild kvenna fer af stað á fimmtudaginn með fjórum leikjum. Umferðin klárast síðan á föstudaginn. 

Ríkjandi Íslandsmeistarar, Breiðablik, mæta ÍBV á Hásteinsvelli á meðan nýliðarnir, Fylkir og Keflavík, mætast í Árbænum.

Í árlegri spá fyrliða, þjálfara og forráðamanna var Breiðablik spáð titlinum, en stutt á eftir komu Valur og Þór/KA. Á hinum enda töflunnar er KR og HK/Víking spáð falli.

Leikirnir

Fimmtudagurinn 2. maí

ÍBV - Breiðablik á Hásteinsvelli kl. 17:00

Stjarnan - Selfoss á Samsung vellinum kl. 19:15

Fylkir - Keflavík á Würth vellinum kl. 19:15

HK/Víkingur - KR í Kórnum kl. 19:15

Föstudagurinn 3. maí

Valur - Þór/KA á Origo vellinum kl. 18:00

Pepsi Max deild kvenna