KSÍ býður barna- og unglingaráðum aðildarfélaga fræðslu um helstu verkefni og hlutverk ráðanna
KSÍ býður barna- og unglingaráðum aðildafélaga að fá til sín fyrirlesara sem mun fjalla um helstu verkefni og hlutverk ráðanna. Þar má nefna hlutverk yfirþjálfara og samvinnu hans við aðra þjálfara, stefnu og menningu í félögum og úrvinnslu erfiðra eða viðkvæmra mála. Rætt er um mótafyrirkomulag, hvernig þjálfarar skipta í lið í yngri flokkunum, hvernig æfingar eru uppbyggðar og fleira sem gagnast þeim sem eru í framvarðasveit knattspyrnufélaga.Fyrirlesarinn er Daði Rafnsson, sem hefur áralanga reynslu af barna- og unglingaþjálfun. Hann stundar doktorsnám, kennir við HR og kennir jafnframt á námskeiðum KSÍ, en var áður yfirþjálfari hjá Breiðabliki og aðstoðarþjálfari hjá Jiangsu Suning í atvinnumannadeild kvenna í Kína.
Þessi fræðsla er ókeypis fyrir aðildafélögin. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Arnar Bill Gunnarsson, arnarbill@ksi.is eða í síma 510-2978, fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka heimsókn frá Daða.