Arnar Þór Viðarsson ráðinn yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar í starf yfirmanns knattspyrnusviðs og hefur hann þegar hafið störf á skrifstofu KSÍ.
Arnar Þór er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu.
Í janúar á þessu ári var Arnar Þór, sem er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu, ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla, og mun hann gegna því starfi áfram ásamt starfi yfirmanns knattspyrnumála.