Hæfileikamótun N1 og KSÍ var í Reykjavík nýverið
Í síðustu viku voru Lúðvík Gunnarsson og Elías Örn Einarsson með æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fóru fram á gervigrasvelli Þróttara í Laugardalnum og komu fulltrúar frá Þrótti R., KR, Val, Fjölni, ÍR, Fylki, Fram, Leikni R. og Víkingi R. Alls tóku 89 leikmenn þátt í æfingunum, 63 strákar og 26 stelpur.
Æfingarnar gengu ljómandi vel þótt veðrið hafa ekki verið uppá marga fiska, bæði rok og rigning á köflum. Leikmenn létu það þó ekki hafa of mikil áhrif á sig og lögðu sig alla fram og rúmlega það.
Að þessu sinni voru Ingvi Sveinsson og Hjálmur Dór Hjálmsson þjálfurum í hæfileikamótun til aðstoðar og er þeim þakkað kærlega fyrir sitt framlag. Þá ber að þakka Þrótturum fyrir afnot af vellinum og góðar móttökur.
Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Ólafsvík næstkomandi föstudag fyrir leikmenn af Vesturlandi og Vestfjörðum.