Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Vestfjörðum
Á þriðjudaginn voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vestfjörðum.
Æfingarnar fóru fram á gervigrasvellinum á Ísafirði í frábæru veðri, blanka logni og brakandi sól.
Að þessu sinni voru æfingar fyrir alla iðkendur í 4 flokki karla og kvenna á svæðinu og tóku 24 leikmenn þátt.
Eins og vanalega gengu æfingarnar eins og í sögu og voru bæði leikmenn og þjálfarar ánægðir í lok dags.
Atli Freyr Rúnarsson, Daniel Osafo-Badu og Jónas Sigursteinsson, þjálfarar hjá Vestra, voru Lúðvík og Elíasi, þjálfurum í hæfileikamótun, til aðstoðar að þessu sinni og þeim þakkað kærlega fyrir hjálpina.