Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Norðurlandi á dögunum
Síðastliðinn laugardag voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi.
Æfingarnar fóru fram í Boganum á Akureyri og að þessu sinni komu alls 58 leikmenn frá sjö félögum á Norðurlandi. Eins og vanalega gekk allt ljómandi vel og leikmenn stóðu sig með sóma.
Aðalbjörn Hannesson og Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfarar hjá KA, voru þjálfurum í Hæfileikamótun til halds og trausts að þessu sinni og er þeim þakkað kærlega fyrir sitt framlag.
Hæfileikamótunin verður síðan á faraldsfæti í dag, þriðjudag, því að í kvöld verða æfingar á Ísafirði fyrir leikmenn á Vestfjörðum.