15 þjálfarar útskrifaðir með Afreksþjálfun unglinga þjálfaragráðu
Föstudaginn 5. apríl útskrifuðust 15 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu.
Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára.
Einungis þjálfarar sem hafa KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi geta setið námskeiðið,en í nánustu framtíð skulu yfirþjálfarar í leyfiskerfi KSÍ hafa KSÍ Afreksþjálfun Unglinga þjálfararéttindi.
Þjálfararnir eru:
Edda Garðarsdóttir
Eiður Benediktsson
Freyr Sverrisson
Guðni Erlendsson
Hákon Sverrisson
Hlynur Eiríksson
Einar Lars Jónsson
Páll Árnason
Ranveig Karlsen
Sigurður Höskuldsson
Sigurður Þórir Þorsteinsson
Sigurður Þ. Sigþórsson
Tommy Fredsgaard Nielsen
Úlfur Arnar Jökulsson
Þórhallur Siggeirsson