Christopher Kavanagh gestur landsdómararáðstefnu KSÍ
Helgina 5. - 6. apríl fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.
Christopher Kavanagh, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni, en hann dæmir t.a.m. í ensku úrvalsdeildinni.
Dómararnir hafa verið við æfingar frá því í nóvember síðastliðnum, en á þessu námskeiði munu þeir gangast undir skriflegt próf auk þess sem þeir hlýða á ýmsa aðra fyrirlestra.
Dagskráin er svohljóðandi:
Föstudagur 5. apríl
16:30-17:00 Myndataka.
17:00-17:15 Setning - Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ.
17:15-18:30 UEFA klippur..
18:30-19:00 Skriflegt próf - Umsjón: Bragi Bergmann
19:00-20:00 Matur - Cafe Easy
20:00-21:15 Mass confrontation – Delaying of game - Umsjón: Christopher Kavanagh
21:15-21:45 Fundur í félagi deildardómara.
Laugardagurinn 6. apríl
09:30- 10:30 Æfing í Laugum. Spinning. Skyldumæting.
11:00-12:00 Prematch preparation. Prematch instructions and cooperation - Umsjón: Christopher Kavanagh
12:00-13:00 Matur - Cafe Easy
13:00-14:00 Identifying players for repeated fouls – Dissent from players. Where are the limits - Umsjón: Christopher Kavanagh
14:00-14:30 Yfirferð skriflega prófsins - Umsjón: Bragi Bergmann
14:30-14:45 Kliðfundur.
14:45-15:30 Breytingar á knattspyrnulögunum - Umsjón Gylfi Þór Orrason
15:30-15:50 Ýmislegt - Umsjón: Birkir Sveinsson
16:00 Ráðstefnuslit/Léttar veitingar.