Grein Stefáns um meiðsli á hásin birt í virtu vísindariti
Stefán H. Stefánsson hefur starfað sem einn af sjúkraþjálfurum A landsliðs karla karla um árabil, auk þess að hafa starfað með knattspyrnufélögum á innlendum og erlendum vettvangi. Nýlega fékk Stefán birta grein í hinu virta vísindariti OJSM (Orthopaedic Journal of Sports Medicine), þar sem birtar eru greinar um bæklunar- og íþróttalæknisfræðileg mál. Grein Stefáns kallast „Using Pressure Massage for Achilles Tendinopathy: A Single-Blind, Randomized Controlled Trial Comparing a Novel Treatment Versus an Eccentric Exercise Protocol“ og fjallar um, eins og titillinn gefur til kynna, nýtt meðferðarúrræði sem Stefán og félagar þróuðu við meiðslum í hásin.
(Fremstir á mynd: Emil Hallfreðsson, Stefán Stefánsson og Ragnar Sigurðsson)