Andrea Mist inn fyrir Elínu Mettu
Jón Þór Hauksson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur gert eina breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttuleikina tvo í Suður-Kóreu í byrjun apríl. Elín Metta Jensen verður ekki með liðinu í þessu verkefni og í hennar stað hefur Jón Þór valið Andreu Mist Pálsdóttir, sem er í láni hjá austurríska liðinu FFC Vorderland frá Þór/KA. Andrea Mist hefur leikið tvo leiki með A landsliði kvenna, báða snemma árs 2018, og á jafnframt samtals 30 leiki með U17 og U19 landsliðum Íslands.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.