U17 karla - 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi
U17 ára lið karla gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í öðrum leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019, en leikið er í Þýskalandi.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði öll mörk Íslands í leiknum. Þjóðverjar komust yfir á 6. mínútu en Ísland jafnaði á 18. mínútu. Þýskaland tók forystuna aftur undir lok fyrri hálfleiks. Ísland fékk vítaspynu í byrjun seinni hálfleiks sem Andri Lucas skoraði úr.
Þýskaland tóku forystuna aftur átta mínútum síðar, en á 61. mínútu fengu strákarnir aftur vítaspyrnu og aftur skoraði Andri Lucas af punktinum.
Ísland mætir Hvíta Rússlandi á þriðjudaginn í síðasta leik liðsins í riðlinum. Efsta lið riðlanna átta fer áfram í úrslitakeppnina, ásamt þeim sjö með bestan árangur í öðru sæti en þar er tekinn árangur gegn liðunum í 1. og 3. sæti riðilsins.