U17 kvenna - 2-1 sigur gegn Ítalíu
U17 ára landslið kvenna vann 2-1 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019, en leikið er á Ítalíu.
Stelpurnar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir að Ítalía skoraði sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks. Ítalir jöfnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.
Ísland mætir næst Danmörku og fer sá leikur fram á sunnudaginn og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið Íslands
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
Arna Eiríksdóttir (F)
Ída Marín Hermannsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Clara Sigurðardóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
María Catharina Ólafsd. Gros