
Um hlutverk, skipulag og verklag aga- og úrskurðarnefndar
Af gefnu tilefni vill KSÍ koma því á framfæri að aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar er lýst í lögum KSÍ, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og starfsreglum nefndarinnar. Þá er agareglum í deildarbikar lýst í sérstakri reglugerð um þá keppni.
Lög KSÍ
Reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál
Starfsreglur aga- og úrskurðarnefndar
Reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla