Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurlandi nýlega
Síðastliðinn föstudag voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðurlandi.
Æfingarnar fóru að þessu sinni fram í Hamarshöllinni í Hveragerði. Alls tóku 34 leikmenn þátt í æfingunum, 19 strákar og 15 stelpur. Allt gekk ljómandi vel og óhætt að segja að leikmenn hafi verið flottir fulltrúar sinna félaga.
Eins og vanalega sáu Lúðvík Gunnarsson og Elías Örn Einarsson, þjálfarar í Hæfileikamótun, um æfingarnar og í þetta skiptið fengu þeir aðstoð frá Hafþóri Vilberg Björnssyni, þjálfara frá Hamri.
Lúðvík og Elías þakka fulltrúum Hamars kærlega fyrir góðar móttökur.