• fös. 15. mar. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Niðurstöður markaðsrannsóknar um Pepsi-deildina 2018

Síðasta haust réðist KSÍ í vinnslu stórrar markaðsrannsóknar með það að markmiði að vinna greiningu á aðsókn og umgjörð leikja í Pepsi-deildunum 2018.  Zenter rannsóknir tóku að sér verkefnið og var markmiðið að svara ýmsum spurningum um mætingu á leiki, umgjörð og þjónustu á leikvöngum, auglýsingar og umfjöllun um deildina og leiki hennar.  Niðurstöður liggja nú fyrir og hér að neðan er stiklað á stóru um ýmsa þætti.

Aðferð og þátttakendur

  • 28 spurningar
  • Netrannsókn send á 2300 einstaklinga, 18 ára og eldri í könnunarhópi Zenter rannsókna
  • Framkvæmdatími: 28. desember 2018 til 8. janúar 2019
  • Svarendur: 1364
  • Svarhlutfall: 55%

Samantekt – Pepsi-deild karla

  • 11% þjóðarinnar fór á leik sl. sumar (7 leiki að meðaltali).
  • 22% þjóðarinnar hefur áhuga og fylgdist með deildinni þótt þau hafi ekki farið á leik sl. sumar.
  • 42% þjóðarinnar á sér uppáhaldslið
  • 79% þeirra sem fóru á leiki sl. sumar segja að upplifun þeirra af umgjörðinni hafi verið mjög góð eða frekar góð.

Kynningar og auglýsingar

  • 63% þjóðarinnar finnst staðsetning og tímasetning leikjanna vera nægilega vel kynnt.
  • 51% þeirra sem tóku afstöðu telja sig myndu nota app til að kaupa miða, fylgjast með stöðu leikja, o.fl.

Áhrif sjónvarps á mætingu

  • 27% þeirra sem tóku afstöðu telja að aukið aðgengi að leikjunum í sjónvarpinu/netinu hafi þau áhrif að þau mæti meira, 36% að það hafi engin áhrif, og 44% að það hafi þau áhrif að þau mæti minna.