Miðasala á úrslitakeppni HM kvenna 2019
Miðasala á úrslitakeppni HM kvenna 2019 er nú í fullum gangi á vef FIFA. Úrslitakeppnin fer, sem kunnugt er, fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí. Í úrslitakeppninni leika 24 lið alls 52 leiki í 9 borgum - Grenoble, Le Havre, Lyon, Montpellier, Nice, París, Reims, Rennes og Valenciennes. Opnunarleikurinn, þar sem mætast Suður-Kórea og Frakkland, fer fram á Parc des Princes í París, en undanúrslitaleikirnir báðr og svo sjálfur úrslitaleikurinn verða leiknir í Lyon.