2217. fundur stjórnar KSÍ - 20. febrúar 2019
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættir varamenn: Þóroddur Hjaltalín og Guðjón Bjarni Hálfdánarson.
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fjarverandi: Haraldur Haraldsson (formaður ÍTF) og Jóhann Torfason (varamaður í stjórn).
Þetta var gert:
Áður en gengið var til dagskrár bauð formaður nýja stjórnarmenn sérstaklega velkomna.
- Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerðir nefnda lagðar fram til kynningar:
- Dómaranefnd 13. febrúar 2019
- Landsliðsnefnd U21 karla 18. febrúar 2019. Borghildur Sigurðardóttir nefndarmaður fylgdi fundargerðinni úr hlaði og ræddi um kraftmikla byrjun nýrra þjálfara.
- Skipan í embætti stjórnar og nefndir
- Von er á svari frá ÍSÍ fyrir komandi helgi varðandi staðfestingu á nýjum lögum sambandsins. Beðið verður með skipan í embætti og nefndir þangað til að sú staðfesting liggur fyrir. Einnig þarf að skipa í tvo starfshópa, annars vegar starfshóp um heildarendurskoðun á kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar og hins vegar starfshóp um eiginfjárstöðu KSÍ.
- Von er á svari frá ÍSÍ fyrir komandi helgi varðandi staðfestingu á nýjum lögum sambandsins. Beðið verður með skipan í embætti og nefndir þangað til að sú staðfesting liggur fyrir. Einnig þarf að skipa í tvo starfshópa, annars vegar starfshóp um heildarendurskoðun á kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar og hins vegar starfshóp um eiginfjárstöðu KSÍ.
- Ársþing
- Rætt um framkvæmd ársþings 2019 en almenn ánægja var með framkvæmdina.
- Drög að þinggerð 2019 var lögð fram til kynningar.
- Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti endurskoðunarskýrslu 2018 en engar alvarlegar athugasemdir voru í skýrslunni.
- Umræðum um reglugerðabreytingar vegna ársþings 2019 var frestað.
- Breytingar á lögum KSÍ eru í ferli hjá ÍSÍ.
- Víkingur Ólafsvík og Vestri Ísafirði hafa lýst yfir vilja sínum að halda ársþingið 2020. Stjórn samþykkti að halda ársþingið á Ólafsvík 2020, halda stjórnarfund á Ísafirði sumarið 2019 og stefna að því að halda ársþingið 2023 á Ísafirði.
- Mannvirkjasjóður 2019
- Farið var yfir nýja reglugerð og umsóknarferlið 2019. Umsóknarfrestur í ár verður til 20. mars og lögð verður áhersla á það í kynningu að í lok árs verði birtur verður listi yfir veittar úthlutanir.
- Farið var yfir nýja reglugerð og umsóknarferlið 2019. Umsóknarfrestur í ár verður til 20. mars og lögð verður áhersla á það í kynningu að í lok árs verði birtur verður listi yfir veittar úthlutanir.
- Rætt um mótamál og þær mótatengdu tillögur sem voru samþykktar á ársþingi eða vísað til stjórnar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
- Rætt um dómaramál og þá sérstaklega „bolti í þak“ í knatthúsum.
- Landsliðsmál
- U17 kvenna sigraði Íra fyrr í dag 5-2 í Kórnum og sl. mánudag 3-0 í Fífunni.
- Guðni Bergssyni formanni gefið umboð til að ganga frá sátt við Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson fyrrverandi landsliðsþjálfara A landsliðs karla.
- Önnur mál
- Lagt fram til kynningar bréf vegna framboða til framkvæmdastjórnar ÍSÍ.
- Gísli Gíslason fór yfir erindi frá ÍTF vegna formannskosninga á ársþingi og leiddi umræðu um málið. Málið verður skoðað á milli funda og Gísli undirbýr svar til ÍTF.
- Á föstudagsmorgun verður birt sameiginleg tilkynning knattspyrnusambanda Norðurlandanna um forkönnun á möglegri umsókn Norðurlandanna um að halda HM kvenna 2027. Þegar hefur rúmlega tveggja ára vinna átt sér stað í þessu sambandi og stendur stjórn KSÍ heilshugar að baki því verki.
- KSÍ hefur sent inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.
- Rætt um þær heimsóknir til aðildarfélaga sem fram fóru á sl. ári og nauðsyn þess að vinna úr niðurstöðum til að forgangsraða þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að hefja vinnu við.
- Samþykkt að samræma reglugerð um bikarkeppni kvenna til samræmis við bikarkeppni karla
(ákvæði sem var samþykkt á ársþingi 2017):
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
Tillaga að breytingu á grein 32.
Breytingar á greinum 32.2.6. og 32.2.7.
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. (Ferðakostnaður í bikarkeppni kvenna)
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
Lagt er til að grein 32.2.6. og 32.2.7 sem er svohljóðandi:
32.2. Bikarkeppni KSÍ
32.2.6. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. 20% framkvæmdagjald til heimaliðsins, ferðakostnaður keppnisliða (fargjald fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu af báðum leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði.
32.2.7. Hugsanlegt tap greiðist af leikaðilum að jöfnu.
verði svohljóðandi (samhljóma greinum 23.2.10 og 23.2.11):
32.2. Bikarkeppni KSÍ
32.2.6. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. 20% framkvæmdagjald til heimaliðsins, ferðakostnaður keppnisliða (fargjald fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu af báðum leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði og getur ferðakostnaður aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki og/eða kostnaði við siglingu á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.
32.2.7. Hugsanlegt tap greiðist af leikaðilum að jöfnu. Verði að aflýsa leik, gilda sömu ákvæði og í Íslandsmóti.
Greinargerð:
Um er að ræða tillögu að breytingu sem unnin var af Mótanefnd KSÍ eftir yfirferð nefndarinnar á núgildandi reglugerð.
Með þessari breytingartillögu er lagt til að reglur um ferðakostnað í bikarkeppni karla annars vegar og kvenna hins vegar verði samræmdar.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 14. mars.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 19:00.