• fim. 28. feb. 2019
  • Mótamál
  • Mjólkurbikar karla
  • Mjólkurbikar kvenna

Mjólkurbikardrættir ársins 2019

Mjólkurbikarinn 2019 hefst þann 10. apríl næstkomandi með viðureign Kára og Hamars í Mjólkurbikar karla.  Það verður nóg um að vera í Mjólkurbikarnum næstu 10 dagana þar á eftir, áður en dregið verður í 32-liða úrslit karla í höfuðstöðvum KSÍ þann 23. apríl.  Mjólkurbikar kvenna hefst síðan 3. maí og eru leiknar tvær umferðir áður en dregið er í 16-liða úrslit.  

Mjólkurbikar karla 2019

Mjólkurbikar kvenna

Dregið verður í Mjólkurbikar karla og kvenna 2019 á neðangreindum dagsetningum.  Í öllum tilfellum fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ (3. hæð) kl. 12:00 þann dag.

  • 32-liða úrslit karla:  23. apríl
  • 16-liða úrslit karla:  3. maí
  • 16-liða úrslit kvenna:  17. maí
  • 8-liða úrslit karla og kvenna:  3. júní
  • Undanúrslit karla og kvenna:  1. júlí

Félög er vinsamlegast beðin að tryggja að þeirra fulltrúar séu viðstaddir drátt eins og við á.