• fim. 21. feb. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Svíþjóð, Ungverjaland, Slóvakía og Lettland í riðli Íslands í undankeppni EM 2021

Búið er að draga í undankeppni EM 2021 og er Ísland í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.

Jóni Þór Haukssyni, þjálfara íslenska liðsins, líst vel á riðilinn og mótherjana. „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Mótherjarnir eru áhugaverðir og riðillinn er spennandi. Þetta verða allt krefjandi leikir og það vissum við alveg fyrirfram, burtséð frá því hvaða liðum við myndum mæta. Við ætlum okkur í lokakeppnina, það hefur alltaf verið okkar markmið og verður áfram. Þetta er leiðin okkar til Englands 2021.“

Unnið er að niðurröðun leikja og verður hún birt á miðlum KSÍ um leið og hún liggur fyrir.

Innbyrðis viðureignir

Svíþjóð - 9. sæti á heimslista FIFA

15 leikir - 2 sigrar - 1 jafntefli - 12 töp.

Ungverjaland - 43. sæti á heimslista FIFA

5 leikir - 5 sigrar.

Slóvakía - 45. sæti á heimslista FIFA

2 leikir - 2 sigrar.

Lettland - 93. sæti á heimslista FIFA

Liðin hafa aldrei mæst áður.