Notkun samfélagsmiðla í kynningarstarfi
Þann 6. mars næstkomandi stendur KSÍ fyrir vinnufundi sem ber yfirskriftina "Samfélagsmiðlar - Notkun og miðlun efnis í kynningarstarfi". Á fundinum munu fulltrúar Breiðabliks og Vals kynna samfélagsmiðla og notkun þeirra í kynningarstarfi félaganna, auk þess sem KSÍ mun kynna miðla sína. Fundurinn, sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal (3. hæð) kl. 13:00-15:00, er opinn fulltrúum allra aðildarfélaga KSÍ.
6. mars kl. 13:00-15:00: Samfélagsmiðlar - Notkun og miðlun efnis í kynningarstarfi
Boð: Öll félög velkomin. Smellið hér til að skrá þátttöku.
Kynningar: KSÍ, Valur, Breiðablik.
- „Hvað er content plan?“ Miðlar KSÍ og samskiptastefna. Ómar Smárason markaðsstjóri KSÍ kynnir.
- Samfélagsmiðlar og notkun á þeim í markaðs- og kynningarstarfi. Hilmar Hilmarsson og Þorsteinn G. Hilmarsson kynna samfélagsmiðla Vals.
- Notkun og miðlun myndbandsefnis í kynningarstarfi. Heiðar B. Heiðarsson (Blikar TV) og Pétur Ómar Ágústsson (Blikar.is) kynna samspil myndbandavinnslu við samfélagsmiðla Breiðabliks.
Viðburðurinn verður birtur í heild sinni á Youtube-síðu KSÍ.
Mynd með frétt: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.