Opinn fundur KÞÍ: Lágt hlutfall kvenna í knattspyrnuþjálfun
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir opnum fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal þann 20. febrúar kl. 18.00.
Viðfangsefni fundarins er að greina hvers vegna hlutfall kvenna í þjálfarastétt er jafn lágt og raun ber vitni (7% þeirra sem hafa lokið þjálfaragráðu hjá KSÍ og 5% meðlima KÞÍ).
Fyrirkomulag fundarins verður þannig að skipt verður í hópa sem ræða málefnið frá ýmsum hliðum og koma með ábendingar og tillögur fyrir KÞÍ og KSÍ.
Skráning fer fram á kthi@kthi.is