73. ársþing KSÍ hafið
73. ársþing KSÍ er hafið, en það er haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér á síðu KSÍ.
Tillaga að lagabreytingu – Heildarbreyting (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Breytingartillaga, frá stjórn KSÍ, við tillögu um lagabreytingu borin upp á þinginu. Var um að ræða tillögur frá síðasta stjórnarfundi KSÍ að breytingum á nokkrum greinum á upphaflegri lagabreytingartillögu - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Leikmannaskiptingar í 2. deild karla (Dalvík/Reynir) - Samþykkt
Magnús Þór Jónsson, ÍR, lagði fram breytingartillögu þar sem kveðið er á um að heimilt sé að setja fimm varamenn inn á í leik en þó að hámarki þrjá í hvorum hálfleik þar sem leikhlé telst til fyrri hálfleiks. Ein viðbótarskipting er heimiluð í framlengingu - Felld
Tillaga til ályktunar – Niðurröðun í deildir og riðla yngri flokka (Grótta)
Vignir Már Þormóðsson, formaður mótanefndar KSÍ, lagði til að tillögunni yrði skotið til stjórnar KSÍ og benti á að vinna væri í gangi um breytingar á mótafyrirkomulagi yngri flokka - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Hlutgengi leikmanna í yngri flokkum (Breiðablik) - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Varalið í keppni meistaraflokks kvenna (Breiðablik)
Jón Björn Skúlason, Haukum, lagði fram breytingartillögu þess efnis að stofnaður verði starfshópur um heildarendurskoðun á kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna íþróttamannvirkja (Stjórn KSÍ) - Samþykkt