Málþing um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni á Íslandi fór fram á föstudag
KSÍ stóð í dag fyrir málþingi í tengslum við Ársþing KSÍ 2019 undir yfirskriftinni: Málþing um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni á Íslandi.
Þingið var vel sótt og sköpuðust góðar umræður.
Kynntar voru tillögur félaga sem liggja fyrir ársþingi KSÍ, Þórir Hákonarson talaði um fyrirkomulag deildakeppna og Haukur Hinriksson kynnti verkefni FIFA um leyfiskerfi kvenna. Eftir hlé var þinginu skipt í tvo hluta, stefnumótun og skipurit KSÍ annars vegar og tryggingamál leikmanna/félaga hins vegar.