Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Austur- og Vesturlandi í vikunni
Hæfileikamótun N1 og KSÍ er á fullri ferð um landið þessa dagana og í vikunni voru æfingar á Austur- og Vesturlandi. Að þessu sinni fóru æfingarnar fram á Reyðarfirði og Akranesi í örlitlum kulda.
Á Austurlandi voru æfingar síðastliðinn laugardag. Í heildina tóku 26 leikmenn þátt í æfingunum og komu þeir frá Hetti, Einherja, Þrótti Neskaupstað, Austra, Val Reyðarfirði, Neista, Leikni Fáskrúðsfirði og Sindra.
Síðastliðinn miðvikudag voru svo æfingar á Vesturlandi. Þar voru 36 leikmenn sem tóku þátt í æfingum og þar voru fulltrúar frá ÍA, Víkingi Ólafsvík og Skallgrími.
Þjálfarar í Hæfileikamótun þakka heimamönnum kærlega fyrir góðar móttökur og leikmönnum fyrir góðar æfingar.