Landsdómararáðstefna fór fram helgina 2.-3. febrúar
Landsdómararáðstefna fór fram á dögunum, en þar hittust landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.
Gestafyrirlesari í þetta skiptið var Mike Mullarkey, en hann er fyrrum alþjóðlegur aðstoðardómari frá Englandi og hefur hann dæmt t.a.m. á úrslitaleik HM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo eitthvað sé nefnt. Í dag er hann yfirþjálfari aðstoðardómara í ensku úrvalsdeildinni, en sérstök áhersla var lögð á málefni aðstoðardómara á ráðstefnunni.
Verklega æfingin var haldin í Akraneshöllinni og voru 21 aðstoðardómari sem tók þátt í henni. Þeir nutu dyggrar aðstoðar 3. flokks karla hjá ÍA og þjálfara þeirra Arnórs Guðmundssonar. Hver dómari tók tvö sett sem stóð hvert yfir í eina og hálfa mínútu. Allt var tekið upp og dómarinn gat mínútu síðar séð hvernig ákvörðunartökur hans voru.
Mikil ánægja er með ráðstefnuna hjá þeim sem tóku þátt og var fyrirlestur Mike Mullarkey mjög fróðlegur og hlutir þar sem munu nýtast hópnum í sumar.