Landsdómararáðstefna 2.-3. febrúar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Mike Mullarkey sem verður gestur ráðstefnunnar.
Mike Mullarkey er fyrrum alþjóðlegur aðstoðardómari frá Englandi sem hefur dæmt á úrslitaleik HM, úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo eitthvað sé nefnt. Hann er nú yfirþjálfari aðstoðardómara í ensku úrvalsdeildinni.
Laugardaginn 2. febrúar mun Mike verða með fyrirlestra fyrir dómara og aðstoðardómara þar sem hann mun m.a. koma inn á samstarfið milli dómara og aðstoðardómara. Fyrirlestrarnir verða settir þannig upp að þeir munu nýtast bæði dómurum og aðstoðardómurum.
Sunnudaginn 3. febrúar verður Mike Mullarkey með verklega æfingu fyrir aðstoðardómara í Akraneshöllinni.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá í viðhengi hér að neðan