U17 karla - Strákarnir stunda nám sitt af fullum krafti
Starf yngri landsliða er fjölbreytt, en í Hvíta Rússlandi stunda leikmenn U17 karla nám sitt af fullum krafti á milli leikja og æfinga.
Í gegnum tíðina hafa kennarar verið með í för í starfi liðsstjóra og verið leikmönnum innan handar við námið. Hilmar Þór Sigurjónsson, kennari, er liðsstjóri liðsins í Hvíta Rússlandi, en hann er einmitt kennari.
Hugmyndin er sú að þeir sem eru í skipulögðu námi hafi stuðning, með aðgang að kennara, til að sinna námi sínu á meðan landsliðsverkefni standa yfir.
Á hverjum degi eru skipulagður kennslustundir þar sem strákarnir setjast saman niður og vinna í sínum verkefnum. Þeir sem þurfa meiri hjálp hafa svo aðgang að kennaranum allan daginn.